Erlent

Móðir Madeleine grunuð

Lögreglurannsókn í Portúgal vegna hvarfs breskrar stúlku síðastliðið vor beinist nú að foreldrum stúlkunnar. Móðir Madeleine McCann fékk í dag stöðu grunaðrar hjá yfirvöldum í Portúgal og verið er að yfirheyra föðurinn.

Það voru þung spor fyrir Kate McCann í morgun að portúgölsku lögreglustöðinni þar sem hún var yfirheyrð í ellefu klukkustundir í gær - sem vitni í málinu - og aftur í dag og nú með stöðu grunaðrar.

Fjölskylda hennar og vinir segja að grunur um að hún hafi valdið dauða dóttur hennar sé fáránlegur.

Gerry McCann fór einnig í yfirheyrslu hjá lögreglu í dag og búist var við að hann fengi einnig stöðu grunaðs manns. Madeleine hvarf þriðja ágúst úr ferðamannaíbúð í Algarve.

Foreldrar hennar höfðu skilið hana eftir, fjögurra ára stúlkuna, sofandi með tveimur yngri systkynum. Við blasti að Madeleine hefði verið rænt - en portúgalskir fjölmiðlar hafa undanfarnar vikur flutt fréttir af því að lögregla hafi, í kjölfar ítarlegra rannsókna, í auknum mæli farið að skoða þann möguleika að Madeleine hafi farist - líklega af slysförum - í íbúðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×