Fyrstu etanólbílarnir komnir til Íslands Þórir Guðmundsson skrifar 7. september 2007 18:22 Nú eru komnir til landsins þrír bílar, einn Saab og tveir Volvoar, sem eru knúðir af etanólblöndu. Etanól er umhverfisvænt eldsneyti, tiltölulega ódýrt og auðvelt í dreifingu. Þrátt fyrir alla þá nýju orkugjafa sem er verið að skoða þá eru nær allir bílar á götum Íslands knúðir áfram af bensíni eða dísilolíu. Í Svíþjóð eru um 70 þúsund etanólbílar á götunum, sem ganga fyrir svokallaðri E85 blöndu, sem er 85 prósent etanól og 15 prósent bensín. Etanólið hefur það umfram marga aðra nýja orkugjafa að það er álíka dýrt eða ódýrara en bensín, það er auðvelt að breyta yfir í etanól af því að það er í fljótandi formi - sem þýðir til dæmis að það þarf lítið sem ekkert að breyta núverandi bensínstöðvum - og svipaða sögu er að segja af bílunum, að það þarf ekki nema tiltölulega lítilsháttar breytingar á þeim til að þeir geti gengið á etanóli eða bensíni. Loftur Ágústsson markaðsstjóri Ingvars Helgasonar, sem flytur inn Saab, segir að etanólbílar gefi frá sér 80 prósent minna af koltvíoxíði en bensínbílar og að þeir muni kosta álíka mikið komnir á götuna á Íslandi. Í Svíþjóð er etanól verulega ódýrara en bensín, um 75 krónur íslenskar fyrir etanól á móti 113 krónum fyrir bensín. Hins vegar kemstu 25 - 30 prósent skemur með etanóli heldur en bensíni, og þar við bætist að verðbreytingar á markaðnum eru miklar. Niðurstaðan, hvað kostnað varðar, er líklega sú að menn munu ekki kaupa etanól verðsins vegna - en þurfa heldur ekki að halda sig við bensín af þeirri ástæðu. Egill Jóhannsson hjá Brimborg, sem flytur inn Volvo, vill að etanólbílar komist í sama tollaflokk og vetnis-, rafmagns- og metanbílar - sem engin vörugjöld eru lögð á. Þegar má sjá merki þess að vinsældir etanólbíla séu að aukast. Til að framleiða etanól þarf sykur - og sykurverð hefur verið að hækka undanfarið, einmitt vegna væntinga um að etanól verði í auknum mæli notað í staðinn fyrir bensín. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Nú eru komnir til landsins þrír bílar, einn Saab og tveir Volvoar, sem eru knúðir af etanólblöndu. Etanól er umhverfisvænt eldsneyti, tiltölulega ódýrt og auðvelt í dreifingu. Þrátt fyrir alla þá nýju orkugjafa sem er verið að skoða þá eru nær allir bílar á götum Íslands knúðir áfram af bensíni eða dísilolíu. Í Svíþjóð eru um 70 þúsund etanólbílar á götunum, sem ganga fyrir svokallaðri E85 blöndu, sem er 85 prósent etanól og 15 prósent bensín. Etanólið hefur það umfram marga aðra nýja orkugjafa að það er álíka dýrt eða ódýrara en bensín, það er auðvelt að breyta yfir í etanól af því að það er í fljótandi formi - sem þýðir til dæmis að það þarf lítið sem ekkert að breyta núverandi bensínstöðvum - og svipaða sögu er að segja af bílunum, að það þarf ekki nema tiltölulega lítilsháttar breytingar á þeim til að þeir geti gengið á etanóli eða bensíni. Loftur Ágústsson markaðsstjóri Ingvars Helgasonar, sem flytur inn Saab, segir að etanólbílar gefi frá sér 80 prósent minna af koltvíoxíði en bensínbílar og að þeir muni kosta álíka mikið komnir á götuna á Íslandi. Í Svíþjóð er etanól verulega ódýrara en bensín, um 75 krónur íslenskar fyrir etanól á móti 113 krónum fyrir bensín. Hins vegar kemstu 25 - 30 prósent skemur með etanóli heldur en bensíni, og þar við bætist að verðbreytingar á markaðnum eru miklar. Niðurstaðan, hvað kostnað varðar, er líklega sú að menn munu ekki kaupa etanól verðsins vegna - en þurfa heldur ekki að halda sig við bensín af þeirri ástæðu. Egill Jóhannsson hjá Brimborg, sem flytur inn Volvo, vill að etanólbílar komist í sama tollaflokk og vetnis-, rafmagns- og metanbílar - sem engin vörugjöld eru lögð á. Þegar má sjá merki þess að vinsældir etanólbíla séu að aukast. Til að framleiða etanól þarf sykur - og sykurverð hefur verið að hækka undanfarið, einmitt vegna væntinga um að etanól verði í auknum mæli notað í staðinn fyrir bensín.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira