Fyrstu etanólbílarnir komnir til Íslands Þórir Guðmundsson skrifar 7. september 2007 18:22 Nú eru komnir til landsins þrír bílar, einn Saab og tveir Volvoar, sem eru knúðir af etanólblöndu. Etanól er umhverfisvænt eldsneyti, tiltölulega ódýrt og auðvelt í dreifingu. Þrátt fyrir alla þá nýju orkugjafa sem er verið að skoða þá eru nær allir bílar á götum Íslands knúðir áfram af bensíni eða dísilolíu. Í Svíþjóð eru um 70 þúsund etanólbílar á götunum, sem ganga fyrir svokallaðri E85 blöndu, sem er 85 prósent etanól og 15 prósent bensín. Etanólið hefur það umfram marga aðra nýja orkugjafa að það er álíka dýrt eða ódýrara en bensín, það er auðvelt að breyta yfir í etanól af því að það er í fljótandi formi - sem þýðir til dæmis að það þarf lítið sem ekkert að breyta núverandi bensínstöðvum - og svipaða sögu er að segja af bílunum, að það þarf ekki nema tiltölulega lítilsháttar breytingar á þeim til að þeir geti gengið á etanóli eða bensíni. Loftur Ágústsson markaðsstjóri Ingvars Helgasonar, sem flytur inn Saab, segir að etanólbílar gefi frá sér 80 prósent minna af koltvíoxíði en bensínbílar og að þeir muni kosta álíka mikið komnir á götuna á Íslandi. Í Svíþjóð er etanól verulega ódýrara en bensín, um 75 krónur íslenskar fyrir etanól á móti 113 krónum fyrir bensín. Hins vegar kemstu 25 - 30 prósent skemur með etanóli heldur en bensíni, og þar við bætist að verðbreytingar á markaðnum eru miklar. Niðurstaðan, hvað kostnað varðar, er líklega sú að menn munu ekki kaupa etanól verðsins vegna - en þurfa heldur ekki að halda sig við bensín af þeirri ástæðu. Egill Jóhannsson hjá Brimborg, sem flytur inn Volvo, vill að etanólbílar komist í sama tollaflokk og vetnis-, rafmagns- og metanbílar - sem engin vörugjöld eru lögð á. Þegar má sjá merki þess að vinsældir etanólbíla séu að aukast. Til að framleiða etanól þarf sykur - og sykurverð hefur verið að hækka undanfarið, einmitt vegna væntinga um að etanól verði í auknum mæli notað í staðinn fyrir bensín. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Nú eru komnir til landsins þrír bílar, einn Saab og tveir Volvoar, sem eru knúðir af etanólblöndu. Etanól er umhverfisvænt eldsneyti, tiltölulega ódýrt og auðvelt í dreifingu. Þrátt fyrir alla þá nýju orkugjafa sem er verið að skoða þá eru nær allir bílar á götum Íslands knúðir áfram af bensíni eða dísilolíu. Í Svíþjóð eru um 70 þúsund etanólbílar á götunum, sem ganga fyrir svokallaðri E85 blöndu, sem er 85 prósent etanól og 15 prósent bensín. Etanólið hefur það umfram marga aðra nýja orkugjafa að það er álíka dýrt eða ódýrara en bensín, það er auðvelt að breyta yfir í etanól af því að það er í fljótandi formi - sem þýðir til dæmis að það þarf lítið sem ekkert að breyta núverandi bensínstöðvum - og svipaða sögu er að segja af bílunum, að það þarf ekki nema tiltölulega lítilsháttar breytingar á þeim til að þeir geti gengið á etanóli eða bensíni. Loftur Ágústsson markaðsstjóri Ingvars Helgasonar, sem flytur inn Saab, segir að etanólbílar gefi frá sér 80 prósent minna af koltvíoxíði en bensínbílar og að þeir muni kosta álíka mikið komnir á götuna á Íslandi. Í Svíþjóð er etanól verulega ódýrara en bensín, um 75 krónur íslenskar fyrir etanól á móti 113 krónum fyrir bensín. Hins vegar kemstu 25 - 30 prósent skemur með etanóli heldur en bensíni, og þar við bætist að verðbreytingar á markaðnum eru miklar. Niðurstaðan, hvað kostnað varðar, er líklega sú að menn munu ekki kaupa etanól verðsins vegna - en þurfa heldur ekki að halda sig við bensín af þeirri ástæðu. Egill Jóhannsson hjá Brimborg, sem flytur inn Volvo, vill að etanólbílar komist í sama tollaflokk og vetnis-, rafmagns- og metanbílar - sem engin vörugjöld eru lögð á. Þegar má sjá merki þess að vinsældir etanólbíla séu að aukast. Til að framleiða etanól þarf sykur - og sykurverð hefur verið að hækka undanfarið, einmitt vegna væntinga um að etanól verði í auknum mæli notað í staðinn fyrir bensín.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira