Innlent

Vilja rannsóknarnefnd um Gjástykki

Ákvörðun fyrrverandi iðnaðarráðherra, að veita Landsvirkjun rannsóknarleyfi í Gjástykki tveimur dögum fyrir síðustu þingkosningar, var tekin fyrir á fundum tveggja þingnefnda í dag, umhverfis- og iðnaðarnefndar. Fulltrúar Náttúruverndarsamtaka Íslands, Landverndar og Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi kröfðust þess að þingið skipaði sérstaka rannsóknarnefnd til kafa ofan í málið. Fyrir þingnefndunum lágu einnig greinargerðir iðnaðarráðuneytis og Landsvirkjunar þar sem staðhæft er að eðlilega hafi verið staðið að útgáfu leyfisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×