Erlent

Blóðblettir fundust í bíl McCann hjónanna

Kate McCann
Kate McCann
Kate Mccann, móðir Madeleine litlu sem leitað hefur verið frá því hún hvarf frá hótelherbergi í Portúgal í maí, verður formlega gefin staða grunaðrar, í málinu í dag.

Þessi breyting á stöðu Kate í rannsókninnni kemur í kjölfar rannsókna á blóðblettum sem fundust í bíl sem fjölskyldan leigði 25 dögum eftir hvarf Madeleine.

Kate mætti aftur til yfirheyrslu hjá lögreglu í Portúgal um tíuleitið í morgun, en hún var yfirheyrð í meira en ellefu klukkustundir í gær. Það að hún hafi nú stöðu grunaðrar gerir lögreglu kleift að yfirheyra hana á annan hátt, og um leið fær hún möguleika á því að neita að tjá sig.

Faðir Madeleine, Gerry McCann, verður yfirheyrður síðar í dag. Þau hafa bæði ávallt neitað því að hafa átt þátt í hvarfi hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×