Erlent

Tilraunir til hryðjuverka sýna mikilvægi herliðs í Afganistan

Flugvöllurinn í Frankfurt var meðal þeirra staða sem mennirnir ætluðu að ráðast á.
Flugvöllurinn í Frankfurt var meðal þeirra staða sem mennirnir ætluðu að ráðast á.
Háttsettur Bandarískur diplómat segir að sprengjuárásirnar sem þýskum yfirvöldum tókst að koma í veg fyrir í gær sýni mikilvægi þess að þjóðverjar og aðrar Natoþjóðir hafi herlið sitt áfram í Afganistan. Richard Boucher, aðstoðar utanríkisráðherra Bandaríkjanna yfir suður- og mið-Asíu, hvatti í viðtali við Reuters þýsk stórnvöld til að halda herliði sínu í í landinu og sagði þetta veru eina leiðina til að stöðva straum hryðjuverkamanna frá svæðinu.

Þýsk yfirvöld handtóku í gær tvo Þjóðverja og einn Tyrkja, grunaða um að skipulegga stórfelldar sprengjuárásir á meðal annars alþjóðaflugvöllin í Frankfurt og herstöð bandaríska hersins í Ramstein.

Marga Þjóðverja grunar að þáttaka þeirra í friðargæsluliði NATO í Afganistan hafi einmitt orðið valdur að því að hryðjuverkamenn vildu ráðast á landið.

Þýsk yfirvöld hugleiða nú hvort halda eigi áfram þáttöku í aðgerðunum í Afganistan. Ríkisstjórnin hefur mælt með því að þáttökunni verði haldið áfram, en skoðanakannanir sýna að meirihluti almennings vill að herliðið verði dregið heim.

Tillaga ríkisstjórnarinnar þarf samþykki þingsins, en nokkrir þingmenn Sósíaldemókrataflokksins, annars stjórnarflokkanna, hafa þegar lýst sig andvíga því að herliðið haldi áfram þáttöku í aðgerðinni ,,Varanlegur friður" undir stjórn Bandaríkjahers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×