Enski boltinn

Bent: Curbishley var ekki ástæðan

Elvar Geir Magnússon skrifar
Darren Bent í leik með Tottenham.
Darren Bent í leik með Tottenham.

Darren Bent, sóknarmaður Tottenham, hefur kveðið niður þær kjaftasögur að ástæða þess að hann neitaði tilboði West Ham í sumar hafi verið Alan Curbishley. Charlton tók tilboði frá West Ham í leikmanninn en sjálfur ákvað Bent að fara til Tottenham.

Ýmsir fjölmiðlar á Englandi sögðu að ástæða þess að Bent neitaði West Ham hafi verið sú að hann vildi ekki vinna undir knattspyrnustjóranum Curbishley aftur. Curbishley var stjóri Charlton á sínum tíma.

„Þessar fréttir eru einfaldlega rangar. Ég veit ekki hvaðan þetta kemur vegna þess að ég talaði ekki við neinn um mín mál fyrr en fyrir stuttu. Ákvörðun mín hefur ekkert með Curbs að gera. Hann er frábær knattspyrnustjóri og gerði góða hluti fyrir mig. Hann gaf mér tækifæri og gerði mig að þeim leikmanni sem ég er í dag," sagði Bent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×