Erlent

Undirbúa árásir á Íran

Bandaríkjaher hefur sett saman ítarlega hernaðaráætlun um öflugar loft­árásir á Íran. Þetta fullyrðir breska blaðið The Sunday Times í gær og segir að George Bush Bandaríkjaforseti hafi undan­farið unnið að því að afla stuðnings innan Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna við aðgerðir gegn Íran. Íranar hafa þrátt fyrir þrýsting Bandaríkjamanna ekki viljað hverfa frá kjarnorkuáætlun sinni. Þeir segjast ætla að nota kjarnorkuna til að framleiðslu raforku en Bandaríkjamenn gruna þá um að vinna að smíði kjarnorkusprengju.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×