Bretar minnast Díönu prinsessu 31. ágúst 2007 12:26 MYND/Getty Tíu ár eru í dag liðin frá því Díöna prinsessa af Wales lést í bílslysi í París, og verða minningarathafnir haldnar um hana víðsvegar um Bretland í dag. Díana var oft nefnd prinsessa fólksins. Hún ávann sér úlfúð konungsfjölskyldunnar vegna frjálslegrar framkomu og alþýðleika - sömu eiginleika og höfðuðu til þeirra þúsunda sem syrgja hana í dag. Prinsessan fædd 1. júlí 1961 í Norfolk á Englandi. Hún var komin af breskum aðalsmönnum langt aftur í ættir. Foreldrar hennar skildu þegar hún var barn, vegna framhjáhalds móður hennar. Faðir hennar fékk forræði yfir henni, en hún dvaldi til skiptis hjá honum á fjölskyldusetrinu í Althorp og hjá móður sinni sem bjó í Glasgow. Díana þótti lélegur nemandi í skóla og féll tvisar á öllum samræmdum prófum sínum. Hún hætti í skóla sextán ára gömul. Um svipað leiti kynntist hún eiginmanni sínum, Karli bretaprinsi, sem þá var í tygjum við systur hennar. Hún vann ýmis störf eftir að hún hætti í skóla. Meðal annars við dansskóla í London, á barnaheimili, sem ræstitæknir og barþjónn. Karl og Díana giftust í St Paul's dómkirkjunni þann 29. júlí árið 1981. Fyrsta barn þeirra Vilhjálmur fæddist í júní árinu eftir og rúmum tveimur árum síðar, í september 1984 fæddist seinni sonurinn, Harry. Hjónabandið var langt því frá hamingjuríkt. Bæði áttu þau í samböndum utan þess. Karl hélt við Camillu, núverandi eiginkonu sína. Díana svaraði í sömu mynt en hún var sögð hafa haldið við ýmsa menn. Undir lok níunda áratugarins var hjónaband þeirra í molum og þau skildu skiptum. Skilnaðurinn varð þó ekki formlegur fyrr en 1996. Eftir skilnaðinn beytti Díana sér af krafti í góðgerðarmálum og barðist meðal annars ötullega fyrir því að jarðsprengjur yrðu bannaðar. Í ágúst 1997 lenti Díana í bílslysi í París. Hún var á leið heim frá veitingastað síðla kvölds með elskhuga sínum Dodi Al Fayed þegar bíll þeirra hafnaði á ógnarhraða á stólpa í undirgöngum í París. Ýmsar samsæriskenningar hafa sprottið upp um hver var að verki, og eru fyrrverandi eiginmaður hennar og Fillip, fyrrverandi tengdafaðir hennar vinsælustu aðalpersónur þeirra. ,,Guð mun refsa þeim sem kvöldu þig" Margir eru konungsfjölskyldunni reiðir fyrir framkomu hennar gagnvart Díönu.MYND/GettyDíana var gríðarlega vinsæl meðal almennings vegna alþýðlegs viðmóts.MYND/GettyMinnisvarði sem Mohamed Fayed, faðir Dodis Fayeds og eigandi Harrods lét reisa í versluninni.MYND/Getty,,Karl, losaðu þig við tíkina, eða gefðu konungsdæmið upp á bátinn" Mótmælandi skorar á Karl að losa sig við Kamillu, en margir kenna henni um hvernig fór fyrir hjónabandi Díönu og Karls.MYND/GettyBollar til minningar um giftingu Karls og Kamillu undir minjagrip um Díönu.MYND/Getty,,Blómaengi", verk listakonunnar Sofie Layton til minningar um að tíu ár eru liðin frá andláti Díönu.MYND/GettyMinningarorð krotuð á inngang Pont d'Alma ganganna í París, þar sem Díana lést. Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Tíu ár eru í dag liðin frá því Díöna prinsessa af Wales lést í bílslysi í París, og verða minningarathafnir haldnar um hana víðsvegar um Bretland í dag. Díana var oft nefnd prinsessa fólksins. Hún ávann sér úlfúð konungsfjölskyldunnar vegna frjálslegrar framkomu og alþýðleika - sömu eiginleika og höfðuðu til þeirra þúsunda sem syrgja hana í dag. Prinsessan fædd 1. júlí 1961 í Norfolk á Englandi. Hún var komin af breskum aðalsmönnum langt aftur í ættir. Foreldrar hennar skildu þegar hún var barn, vegna framhjáhalds móður hennar. Faðir hennar fékk forræði yfir henni, en hún dvaldi til skiptis hjá honum á fjölskyldusetrinu í Althorp og hjá móður sinni sem bjó í Glasgow. Díana þótti lélegur nemandi í skóla og féll tvisar á öllum samræmdum prófum sínum. Hún hætti í skóla sextán ára gömul. Um svipað leiti kynntist hún eiginmanni sínum, Karli bretaprinsi, sem þá var í tygjum við systur hennar. Hún vann ýmis störf eftir að hún hætti í skóla. Meðal annars við dansskóla í London, á barnaheimili, sem ræstitæknir og barþjónn. Karl og Díana giftust í St Paul's dómkirkjunni þann 29. júlí árið 1981. Fyrsta barn þeirra Vilhjálmur fæddist í júní árinu eftir og rúmum tveimur árum síðar, í september 1984 fæddist seinni sonurinn, Harry. Hjónabandið var langt því frá hamingjuríkt. Bæði áttu þau í samböndum utan þess. Karl hélt við Camillu, núverandi eiginkonu sína. Díana svaraði í sömu mynt en hún var sögð hafa haldið við ýmsa menn. Undir lok níunda áratugarins var hjónaband þeirra í molum og þau skildu skiptum. Skilnaðurinn varð þó ekki formlegur fyrr en 1996. Eftir skilnaðinn beytti Díana sér af krafti í góðgerðarmálum og barðist meðal annars ötullega fyrir því að jarðsprengjur yrðu bannaðar. Í ágúst 1997 lenti Díana í bílslysi í París. Hún var á leið heim frá veitingastað síðla kvölds með elskhuga sínum Dodi Al Fayed þegar bíll þeirra hafnaði á ógnarhraða á stólpa í undirgöngum í París. Ýmsar samsæriskenningar hafa sprottið upp um hver var að verki, og eru fyrrverandi eiginmaður hennar og Fillip, fyrrverandi tengdafaðir hennar vinsælustu aðalpersónur þeirra. ,,Guð mun refsa þeim sem kvöldu þig" Margir eru konungsfjölskyldunni reiðir fyrir framkomu hennar gagnvart Díönu.MYND/GettyDíana var gríðarlega vinsæl meðal almennings vegna alþýðlegs viðmóts.MYND/GettyMinnisvarði sem Mohamed Fayed, faðir Dodis Fayeds og eigandi Harrods lét reisa í versluninni.MYND/Getty,,Karl, losaðu þig við tíkina, eða gefðu konungsdæmið upp á bátinn" Mótmælandi skorar á Karl að losa sig við Kamillu, en margir kenna henni um hvernig fór fyrir hjónabandi Díönu og Karls.MYND/GettyBollar til minningar um giftingu Karls og Kamillu undir minjagrip um Díönu.MYND/Getty,,Blómaengi", verk listakonunnar Sofie Layton til minningar um að tíu ár eru liðin frá andláti Díönu.MYND/GettyMinningarorð krotuð á inngang Pont d'Alma ganganna í París, þar sem Díana lést.
Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira