Erlent

Annar leikari í forsetaembættið?

MYNd/Getty

Fred Thompson ætlar að tilkynna um framboð sitt sem forsetaefni rebúblikana í næstu viku. Thompson er fyrrverandi öldungadeildarþingmaður en er sennilega betur þekktur í hlutverki sínu sem yfirsaksóknari í sjónvarpsþáttunum Law and Order. Lengi hefur verið talið að Thompson myndi bjóða sig fram og nýtur hann nokkurs fylgis, sérstaklega í grasrót rebúblikanaflokksins.

Thompson er sagður eiga margt sameiginlegt með Ronald Reagan fyrrum forseta og hefur stefna hans verið kölluð félagsleg íhaldsstefna. Íhaldsmenn úr röðum rebúblikana hafa efasemdir um helstu frambjóðendur flokksins, þá Rudy Giuliani og Mitt Romney, en Giuliani hefur lýst yfir stuðningi við rétt kvenna til að fara í fóstureyðingu og hann styður einnig réttindabaráttu samkynhneigðra. Romney hefur nýlega lýst sig andsnúinn fóstureyðingum en fram að því var hann þeim meðmæltur.

Þá er Thompson talið það til tekna að hann er þekkt andlit eftir nokkuð farsælan leikferil en gagnrýnendur hans benda á litla reynslu í utanríkismálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×