Erlent

Hraðafgreiðsla á Bótoxi

MYND/Getty
Fljótlegra er að fá tíma fyrir Bótox sprautu, en að láta fjarlægja hugsanlega illkynja fæðingarbletti í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í könnun sem samtök húðsjúkdómalækna þar í landi gerðu.

Rannksóknarmenn hringdu í í 898 húðsjúkdómalækna í tólf borgum í Bandaríkjunum og þóttust vera sjúklingar. Þeir sem sögðust vilja Bótox sprautu þurftu að meðaltali að bíða átta daga, á meðan þeir sem vildu láta líta á grunsamlega fæðingarbletti þurftu að bíða í 26 daga.

Sumsstaðar var munurinn enn meiri. Í Boston var meðaltalsbið eftir Bótoxi 13 dagar, en fæðingarblettirnir þurftu hinsvegar að bíða í 9 vikur.

Vísindamennirnir sögðu ekki ljóst af hverju þessi mikli munur stafaði, en töldu það tengjast því að fegrunaraðgerðir gæfu meira af sér en hinar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×