Erlent

Koma mátti í veg fyrir fjöldamorðin í Virgina Tech

Samkvæmt nýrri skýrslu hefði mátt koma í veg fyrir fjöldamorðin í Virgina Tech háskólanum í apríl s.l. ef yfirvöld hefðu brugðist skjótar við en þau gerðu. Stúdentinn Seung-Hoi Cho drap þar 33 samstúdenta sína í skólanum áður en hann framdi sjálfsmorð.

Í skýrslunni kemur fram að skólayfirvöld brugðust allt af seint við að aðvara nemendur skólans um hættuna af Cho en tveir tímar liðu frá því að hann myrti fyrsta fórnarlamb sitt þar til hann framdi sjálfmorð. Skýrsluhöfundar telja að ekki hafi verið mögulegt að loka öllum skólanum þar sem 131 bygging er á skólalóðinni. Betri upplýsingagjöf strax hefðu þó að öllum líkindum getað dregið úr fjölda fórnarlamba Cho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×