Erlent

Mikið kvartað undan reykingabanni í Danmörku

MYND/Teitur

Kvörtunum vegna hávaða frá veitingastöðum rignir yfir dönsku lögregluna eftir að reykingabann tók þar gildi nýverið, að sögn danskra fjölmiðla. Viðskiptavinirnir fara út með ölkrúsirnar til að fá sér að reykja, og þar með er allt teitið komið út á götu, líkt og gerist iðulega við veitingastaði í Reykjavík.

Þá kvarta íbúar í grennd við danska veitingastaði undan sóðaskap utan við staðina eftir að bannið tók gildi, sem líka er þekkt vandamál hér á landi.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×