Erlent

Larry Craig undir miklum þrýstingi að segja af sér

Öldungadeildarþingmaðurinn Larry Craig hefur fallist á að segja sig úr nokkrum þingnefndum en hann er nú undir miklum þrýstingi frá samflokksmönnum sínum í repúblikaflokknum að segja af sér þingmennsku. Meðal þeirra sem hvetja Craig til afsagnar er John MaCain.

Larry Craig hefur verið mikið í fréttum vestanhafs eftir að hann var handtekinn á klósettinu á flugvellinum í Minneapolis þar sem hann sýndi kynferðislega tilburði í garð annars karlmanns. Hann viðurkenndi sekt sína þegar hann var handtekinn af lögreglunni á flugvellinum en hefur síðan reynt að draga í land í yfirlýsingum í vikunni.

John MaCain segir að hann telji að Craig eigi að segja af sér vegna málsins. "Eftir að þú hefur játað sekt af þessu tagi áttu ekki að þjóna sem þingmaður," segir MaCain.

Undir orð hans tekur Norm Coleman öldungardeildarþingmaður repúblikana í Minnesota sem segir að Craig eigi aðild að glæp sem samræmis alls ekki stöðu hans sem þingmanns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×