Enski boltinn

Video: Dyer tvífótbrotinn eftir harkalega tæklingu

Dyer var borinn sárþjaður af velli í gærkvöld.
Dyer var borinn sárþjaður af velli í gærkvöld.

Alan Curbishley á ekki orð til að lýsa vonbrigðum sínum með meiðslin sem Kieran Dyer hlaut í gær í leik West Ham og Bristol City í enska deildarbikarnum. Varnamaður Bristol, Joe Jacobson, sparkaði í Dyer aftan frá með þeim afleiðingum að Dyer tvífótbrotnaði. Of snemmt er að segja til um hve lengi hann verður frá en Dyer er aðeins nýkominn til West Ham eftir að hafa verið keyptur frá Newcastle á 6 milljónir punda. Eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan er tækling Jacobson afar harkaleg.

Sjáðu tæklinguna hér




Fleiri fréttir

Sjá meira


×