Erlent

Ný handtaka vegna morðsins á Rhys Jones

Rhys Jones.
Rhys Jones. MYND/Getty
Lögregla í Bretlandi hefur handtekið fimmtán ára dreng, grunaðan um morðið á hinum ellefu ára Rhys Jones í Liverpool fyrir réttri viku.

Unglingspiltur á BMX hjóli skaut Rhys í hálsinn þegar hann var á leið heim frá fótboltaæfingu með vinum sínum á miðvikudaginn í síðustu viku.

Alls hafa tíu unglingar verið handteknir vegna málsins, sex ganga lausir gegn tryggingu, en hinum fjórum var sleppt án ákæru.

Lögregla hefur þrýst á þá sem kunna að hafa upplýsingar um ódæðismanninn að láta þær þeim í té, en lítið haft upp úr því hingað til.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×