Erlent

Þrjátíu og sex milljónir Bandaríkjaríkjamanna búa við fátækt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fátækum fækkaði lítillega í Bandaríkjunum á síðasta ári.
Fátækum fækkaði lítillega í Bandaríkjunum á síðasta ári.
Ríflega 36 milljónir Bandaríkjamanna lifa við fátækt, af þeim 302 milljónum sem þar búa. Þetta sýna tölur úr skýrslu bandarísku Hagstofunnar fyrir árið 2006. Um þriðjungur þeirra sem búa við fátækt eru börn undir 18 ára.

Í rannsókninni er fátækt skilgreind þannig að fullorðin manneskja hafi minna en 58 þúsund krónur í tekjur á mánuði. Einnig ef einstætt foreldri hefur minna en 75 þúsund krónur í mánaðarlaun.

Í skýrslunni kemur fram að fátæku fólki hafi fækkað milli áranna 2005 og 2006. Þá hafi tekjur þeirra fátækustu aukist. Hins vegar hafi þeim sem eru án sjúkratryggingar fjölgað úr tæpum 45 milljónum í 47. Fjöldi ótryggðra barna jókst úr 8 milljónum í 8,7.

Niðurstöður í skýrslu bandarísku Hagstofunnar benda jafnframt til þess að konur hafi einungis þrjá fjórðu af launum karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×