Erlent

Lýstur saklaus eftir 48 ára gamlan dóm

Áfrýjunardómstóll í Kanada breytti í gær fjörutíu og átta ára gömlum dómi í morðmáli. Fjórtán ára gamall drengur, Steven Truscott var dæmdur til dauða árið 1959 fyrir að myrða bekkjarsystur sína. Dómnum yfir honum var fljótlega breytt í lífstíðarfangelsi og fékk hann reynslulausn eftir að vera búinn að sitja af sér tíu ár.

Nú hefur hæstiréttur í Kanada úrskurðað að maðurinn hafi fengið rangláta málmeðferð. Truscott sagði eftir dómúrskurðinn í gær að hann hefði ekki í sínum villtustu draumum þorað að vona að hann fengi réttlætinu fullnægt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×