Erlent

Íranskir fangar látnir lausir

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Bandaríski herinn hefur látið lausa sjö Írani sem handteknir voru á Sheraton Ishtar hótelinu í miðborg Bagdads í nótt. Mennirnir voru handteknir eftir að George Bush Bandaríkjaforseti gagnrýndi afskipti Írana af Írak. Hann hefur sakað Írani um að sjá herskáum síja múslimum í Írak fyrir vopnum, fjármagni og herþjálfun.

Forsetinn hefur einnig sagt að kjarnorkuáætlanir Írana væru heimsbyggðinni hættulegar. Íranski sendiherrann gagnrýndi handtökuna og sagði að mennirnir hefðu verið við borgaraleg störf og aðstoðað við að endurbyggja orkuveitustöðvar í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×