Erlent

Herforingi í Chile fær lífstíðardóm

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ágústus Pinochet, fyrrverandi hershöfðingi í Chile.
Ágústus Pinochet, fyrrverandi hershöfðingi í Chile. Mynd/ Reuters

Hæstiréttur í Chile hefur staðfest lífstíðardóm yfir fyrrverandi herforingja í Chile fyrir þátt hans í að myrða tólf andstæðinga Ágústus Pinochets. Hugo Salas Wenzel, sem fór fyrir leyniþjónustunni, er fyrsti yfirmaðurinn í her Pinochets sem fær lífstíðardóm fyrir mannréttindabrot. Mennirnir sem voru drepnir höfðu tekið þátt í misheppnaðri tilraun til að ráða Pinochet af dögum í september 1986.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×