Erlent

Olmert og Abbas funda í dag

Olmert og Abbas ætla að ræða saman í dag.
Olmert og Abbas ætla að ræða saman í dag.

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, hyggjast funda á heimili Olmerts í Jerúsalem í dag. Riyad al-Malki, upplýsingaráðherra Palestínu segir að rædd verði grundvallaratriði sem snúa að stofnun palestínsk ríkis. Fundurinn er haldinn í aðdraganda ráðstefnu um málefni Mið-Austurlanda sem Bandarísk stjórnvöld hafa efnt til. Gert er ráð fyrir að hún fari fram í nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×