Erlent

Íranar mótmæla múhameðsmyndum

Myndin sem olli deilunum sýnir Múhameð spámann sem pulsuhund.
Myndin sem olli deilunum sýnir Múhameð spámann sem pulsuhund. MYND/Lars Vilks
Írönsk yfirvöld kölluðu ræðismann Svíþjóðar á sinn fund í dag til að mótmæla formlega óviðeigandi teikningum af Múhameð spámanni í sænsku dagblaði.

Myndirnar, sem eru eftir sænska listamanninn Lars Vilks, birtust í héraðsfréttablaðinu Nerikes Allehanda. Blaðið ver birtinguna og ber við málfrelsi.

Listagallerí höfðu áður ákveðið að sýna myndirnar ekki, af ótta við að þær ýfðu fjaðrir múslima. Lítill hópur mótmælenda mótmælti fyrir utan skrifstofur dagblaðsins á föstudag.

Snemma árs 2006 geysaði stormur mótmæla vegna mynda af spámanninum sem birtust í dönskum blöðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×