Enski boltinn

Ashton stefnir á landsliðið

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ashton lenti í slæmum meiðslum í fyrra.
Ashton lenti í slæmum meiðslum í fyrra.

Dean Ashton, sóknarmaður West Ham, er ákveðinn í að ná að spila með enska landsliðinu. Hann ökklabrotnaði á landsliðsæfingu fyrir rúmu ári síðan og hefur ekki spilað heilan leik síðan þá.

Það er búist við að Ashton spili heilan leik á þriðjudaginn þegar West Ham leikur gegn Bristol Rovers í enska deildabikarnum. „Ég er tilbúinn í slaginn og get byrjað leikinn," sagði Ashton eftir að hafa komið inn sem varamaður í 1-1 jafnteflisleiknum gegn Wigan í gær.

„Stefnan er sett á að komast aftur í enska landsliðshópinn. Það hefur alltaf verið draumur minn að spila fyrir England og ég er ákveðinn í að láta þann draum rætast. Fyrst þarf ég að ná mér á strik með West Ham og sýna þolinmæði," sagði Ashton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×