Erlent

Tveir særðust í sprengjuárás ETA á Spáni

Tveir spænskir lögregluþjónar særðust þegar sprengja sprakk á svæði Baska á Spáni í morgun. Talið er líklegt að aðskilnaðarsamtök Baska, ETA, beri ábyrgð á verknaðinum. Þetta fyrsta sprengjuárás samtakanna frá því þau féllu frá gildandi vopnahléi í júnímánuði.

Sprengjan sprakk í bænum Durango í Baskahéruðunum í norðurhluta Spánar snemma í morgun. Lögregluþjónarnir særðust þó ekki lífshættulega.

Yfir 800 manns hafa látið lífið í hryðjuverkaárásum ETA á síðustu 40 árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×