Erlent

Saka stjórnvöld í Úganda um ýta undir andúð gegn samkynhneigð

Yoweri Museveni, forseti Úganda.
Yoweri Museveni, forseti Úganda. MYND/AFP

Alþjóðleg mannréttindarsamtök hafa sakað stjórnvöld í Úganda um að ýta undir andúð gegn samkynhneigðum þar í landi. Samkynhneigð er refisverð í Úganda samkvæmt lögum sem voru samþykkt á meðan landið var enn bresk nýlenda. Árið 1990 voru refsiákvæði laganna þó hert til muna.

Fyrr í þessum mánuði héldu óopinber samtök samkynhneigðra í Úganda blaðamannfund. Þar var lögð fram sú krafa að stjórnvöld viðurkenndu samkynhneigð og veittu samkynhneigðu fólki réttindi til jafns við aðra. Fundurinn leiddi af sér mikil mótmæli meðal kristinna trúarhópa þar sem þess var meðal annars krafist að allir samkynhneigðir yrðu handteknir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×