Erlent

Þrír bandarískir hermenn láta lífið í Írak

Bandarískir hermenn á eftirlitsferð í Írak.
Bandarískir hermenn á eftirlitsferð í Írak. MYND/AFP

Þrír bandarískir hermenn létu lífið þegar sprengja sprakk við bifreið þeirra fyrir sunnan Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Alls hafa 21 bandarískur hermaður látið lífið í Írak það sem af er þessum mánuði.

Hermennirnir voru meðlimir í sérstakri hersveit sem hefur markmið að stöðva flutning vopna og sprengiefna til herskárra Sjía múslima í Bagdad. Í gær lést einn bandarískur hermaður í sprengjuárás í miðborg Bagdad og fjórir aðrir í átökum við herskáa múslima í Diyala héraðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×