Erlent

Fimmtán ára gömul stúlka grunuð um morð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Breska lögreglan rannsakar morð á 18 ára gamalli stúlku.
Breska lögreglan rannsakar morð á 18 ára gamalli stúlku.

Fimmtán ára gömul stúlka frá Newcastle var handtekin í Bretlandi í dag, grunuð um að hafa stungið 18 ára gamla konu til bana. Atvikið varð í Wallsend, rétt fyrir miðnætti í gær. Maður á fertugsaldri og kona á þrítugsaldri hafa einnig verið yfirheyrð vegna málsins og leitað er fleira fólks.

Lögreglan í North Tyneside segir að atvikið tengist átökum tveggja glæpagengja og er talið að hin látna, Samantha Madgin, hafi átt aðild að öðrum hópnum. Steve Stoeyr, yfirmaður hjá lögreglunni, segir að hnífaárásir séu sjaldgæfar á þessu svæði í Bretlandi og að lögreglan taki hart á þeim sem beri hnífa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×