Erlent

Skyggni í Mississippi á aðeins 30 sentímetrar

Leit kafara að fórnarlömbum í rústum brúarinnar yfir Mississippi ána var í nótt frestað, vegna hættulegra aðstæðna. Skyggni í ánni nemur aðeins um þrjátíu sentímetrum. Samkvæmt gögnum bandaríska samgönguráðuneytisins er um fjórðungur bandarískra brúa talin úreltur.

Slysið er talið versta brúarslys í Bandaríkjunum í 20 ár.

Steypa úr brúnni og annað brak gerir það að verkum að skyggnið í ánni nemur aðeins um 30 sentímetrum. Yfirvöld töldu ekki óhætt fyrir kafara að halda leit áfram við þessar aðstæður.

Í nótt voru nokkrir bílar enn í ánni, óvíst var hvort fleiri fórnarlömb væru þar inni, en að minnsta kosti átta manns er enn saknað. Fjórir létust þegar 150 metra löng brúin yfir ána Mississippi í Minneapolisríki hrundi í gær, á háannatíma.

Samkvæmt gögnum bandaríska samgönguráðuneytisins um ástandið á 600.000 brúm landsins, var um fjórðungur þeirra talin úreltur, og burðarvirki þeirra úr sér gengið. Þeirra á meðal var Mississippi brúin, þótt hún hafi staðist skoðun síðustu 2 ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×