Erlent

Dánartalan hækkar

MYND/Getty

Fleiri lík hafa fundist í kjölfar þess að brú hrundi í Minneapolis í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Staðfest hefur verið að fjóri séu látnir en Reuters fréttastofan hefur eftir lögreglustjóranum í borginni að fleiri hafi fundist látnir á slysstaðnum. Hann vildi þó ekki segja hve mörg lík hefðu fundist til viðbótar.

Allt að 30 manns er saknað en miklir straumar munu vera í Mississippi ánni á þessum stað og óvíst hvort allir þeir sem saknað er komi nokkurn tíma í leitirnar.

„Við vitum af bílum sem eru á kafi í vatninu og okkur hefur ekki tekist að ná til," sagði ríkisstjórinn í samtali við NBC sjónvarpsstöðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×