Erlent

Þúsundir þurfa að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda á Kanaríeyjum

Yfir ellefu þúsund manns á Kanaríeyjum hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem þar hafa logað undanfarna daga. Rúmlega fjórtán þúsund hektarar land hafa orðið eldunum að bráð á eyjunum Grankanaría og Tenerife.



Eldar loga á Kanaríeyjum, annars vegar Grankanaría eyjunni og hins vegar Tenerife. Þúsundir manna á Grankanaríaeyjunni auk fjölda ferðamanna sem þar dvelja hafa þurft að yfirgefa heimili sín þar sem eldurinn færist nær mannabyggðum. Tugir húsa hafa nú þegar orðið eldinum að bráð. Mikil reiði hefur gripið um sig á Grankanaría þar sem yfirvöld eru sökuð um að vera ekki með samhæfðari aðgerðir til að berjast við eldinn.



Eldurinn hefur brennt um 65% hluta Palmitos fuglagarðsins á eynni þar sem er fjöldi framandi fuglategunda. Talið er að fjölmargir fuglar hafi drepist vegna eldanna. Um helgina var þrjátíu og sjö ára skógarvörður handtekinn sem viðurkenndi fyrir lögreglu að hafa kveikt eldinn. Á vestur og norðurhluta hluta eyjunnar Tenerife hafa sex þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sína vegna skógarelda. Ekki er vitað um upptök eldsins þar.

Á bilinu 800-1000 Íslendingar eru á Tenerife núna en þeir eru allir á suðurhluta eyjunnar. Þórdís Guðjónsdóttir fararstjóri hjá Sumarferðum, Úrval útsýn og Plúsferðum á Tenerife segir að engin hætta sé á ferðum vegna skógareldanna þar sem eru Íslendingar dvelja á hinum hluta eyjunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×