Erlent

Neytendur kannabisefna líklegir til að fá geðklofa

Neytendur kannabisefna eru 40% líklegri en aðrir til þess að fá geðsjúkdóma á borð við geðklofa. Þetta kemur fram í nýrri grein eftir sérfræðinga við háskóla í Bristol og Cardiff í Bretlandi. Sérfræðingarnir segja að árlega megi rekja allt upp í 800 geðklofatilfelli í Bretlandi til kannabisnotkunar. Dr. Stanley Zammit, einn höfunda greinarinnar, segir að ungt fólk verði að gera sér grein fyrir þeirri hættu sem fylgir notkun kannabisefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×