Erlent

Tvö mest notuðu sykursýkislyfin tvöfalda hættu á hjartasjúkdómum

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Talið er að lyfin Avandia og Actos, sem eru tvö af mest notuðu sykursýkislyfjum í Bretlandi og seld eru hér á landi, tvöfaldi hættuna á hjartasjúkdómum. Í Bretlandi hefur notkun lyfjanna tvöfaldast á síðustu þremur árum, vegna aukinna offituvandamála.

Breska blaðið Guardian segir að síðasta ári hafi 1800 þúsund lyfseðla verið skrifaðir út í Bretlandi vegna lyfjanna. Vísindamennirnir telja að það jafngildi því að sjö hundruð þúsund sjúklingar noti lyfin, en Heilbrigðisstofnun Breta hefur mælt með notkun þeirra.

Þessi lyf eru á markaði hér á landi og njóta nokkurra vinsælda. Í tilkynningu frá Lyfjastofnun Íslands síðan í maí, segir að þegar lyfið var skráð í Evrópu árið tvö þúsund, hafi þessi aukaverkun verið þekkt og sjúklingum með sögu hjartasjúkdóma ekki ráðlagt að nota það. Þá var mælt með að ráðfæra sig við lækni um notkunina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×