Erlent

Danir geta ekki boðið Írökum landvistarleyfi vegna fjölskylduhaga þeirra

Babb er nú komið í bátinn hjá dönskum stjórnvöldum, eftir að þau ákváðu að bjóða á annað hundrað írökum, sem störfuðu fyrir danska herinn í Írak, landvistarleyfi í Danmörku. Þeir eru að koma sér fyrir í Danmörku þessa dagana og þegar verið var að kanna fjölskylduhagi þeirra í gær, kom í ljós að einn þeirra hafði flutt með sér tvær eiginkonur og þrjú börn, sem hann á með þeim báðum, en fjölkvæni er bannað í Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×