Erlent

Ferðamenn misstu eigur sínar í eldunum á Ítalíu

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar

Níu hjálparbeiðnir hafa borist til Evrópusambandsins frá löndum í suðaustur Evrópu þar sem skógareldar geisa. Þrír létust í Grikklandi í morgun og ferðamenn þufa að yfirgefa sumarleyfisstaði af völdum eldanna. Íslendingur sem býr á svæðinu er kominn til Íslands og segir ástandið nánast óbærilegt vegna reyks og hita.

Hundruð þýskra ferðamanna á Ítalíu eru nú á heimleið eftir að skógareldar gjöreyðilögðu eigur þeirra. Yfir þrjú þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín. Tvö tjaldstæði í Peschini á suðausturhluta Ítalíu urðu fyrir barðinu á eldinum, bílar gjöreyðilögðust, hjólhýsi og tjöld urðu eldinum sömuleiðis að bráð og hundruð íbúa og ferðamanna flýðu niður á strönd.

Hundruð þýskra ferðamanna á Ítalíu eru nú á heimleið eftir að skógareldar gjöreyðilögðu eigur þeirra. Yfir þrjú þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín. Tvö tjaldstæði í Peschini á suðausturhluta Ítalíu urðu fyrir barðinu á eldinum, bílar gjöreyðilögðust, hjólhýsi og tjöld urðu eldinum sömuleiðis að bráð og hundruð íbúa og ferðamanna flýðu niður á strönd.

Vitni sagði að skyndilega hafi verið ljóst í hvað stefndi og fólk hafi einungis tekið eigur þess sem skipti það mestu, hitt hafi verið skilið eftir. Mest lá á að koma börnum undan og fólkið hélt til strandar.

 

Talsmaður Evrópusambandsins segir að níu hjálparbeiðnir hafi borist frá Búlgaríu, Kýpur, Grikklandi, Ítalíu og fyrrum Júgóslavíu. Ástandið sé sérstaklega slæmt þar sem eldarnir geisi allir á sama tíma.

Í Grikklandi hafa svæði við Makedónu orðið verst úti, en þar létust þrír í dag vegna eldanna. Makedónía hefur einnig orðið afar illa úti í eldunum. Auðunn Bjarni Ólafsson hefur búið í Makedóníu í fjórtán ár. Myndirnar sem við sjáum hér eru teknar af heimili hans í Bitola við landamæri Grikklands. Hann segir ástandið hafa verið afar slæmt og atvinnustarfsemi víða lamaða vegna eldanna. Þá hafi íbúar orðið fyrir miklum óþægindum og óviðunandi hafi verið að búa við reyk og hita.

Búist er við að hitarnir fari lækkandi fyrir helgina og þá er von um að ástandið batni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×