Erlent

Krefjast ákæru á hendur foreldrum Madeleine

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Portúgalskir fjölmiðlar beina nú spjótum sínum að foreldrum Madeleine McCann og vinum þeirra sem voru með þeim kvöldið örlagaríka þegar stúlkunni var rænt. Þá hefur þess verið krafist að ákæra verði gefin út á hendur þeim fyrir að skilja börnin eftir.

McCann hjónin borðuðu kvöldverð á tapas bar ásamt níu manna hóp kvöldið sem Madeleine hvarf. Hópurinn skiptist á að fara á hálftíma fresti til að líta eftir stúlkunni og tveggja ára tvíburasystrum hennar. Vitnisburði þess ber ekki saman um atburði kvöldsins og ásaka fjölmiðlar þau nú um að hafa bundist þagnareiði um málið. Hópurinn hefur ekki varið sig við ásökunum, en samkvæmt portúgölskum lögum er þeim ekki heimilt að tjá sig opinberlega um lögreglurannsóknina.

McCann hjónin borðuðu kvöldverð á tapas bar ásamt níu manna hóp kvöldið sem Madeleine hvarf. Hópurinn skiptist á að fara á hálftíma fresti til að líta eftir stúlkunni og tveggja ára tvíburasystrum hennar. Vitnisburði þess ber ekki saman um atburði kvöldsins og ásaka fjölmiðlar þau nú um að hafa bundist þagnareiði um málið. Hópurinn hefur ekki varið sig við ásökunum, en samkvæmt portúgölskum lögum er þeim ekki heimilt að tjá sig opinberlega um lögreglurannsóknina.

Fyrr í vikunni var faðir Madeleine, Gerry, gagnrýndur harkalega í sjónvarpsviðtali í Bandaríkjunum fyrir að skilja börnin eftir á hótelherberginu í stað þess að leigja barnfóstru. Sama gagnrýni hefur átt sér stað víða á spjallrásum internetsins.

Þá verða raddir um að hjónin verði ákærð fyrir vanrækslu æ háværari í portúgal samkvæmt heimildum breska dagblaðsins Daily Express.

Ekkert hefur spurst til Madeleine litlu frá því hún hvarf í sumarleyfisstaðnum Praia da Luz 3. maí síðastliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×