Erlent

Öflugur jarðskjálfti í Indónesíu

Öflugur neðansjávarjarðskjálfti skók Norð-austur Indónesíu laust fyrir sex í morgun. Skjálftinn, sem var 6.6 stig á Richter varð á 45 kílómetra dýpi um 200 kílómetra norður af Ternate borg. Þar þusti fólk í örvæntingu út úr húsum sínum, en ekki virðast hafa orðið alvarleg slys á fólki eða skemmdir á mannvirkjum. Öflugur skjálfti hratt af stað flóðbylgu sem drap fleiri en 130 þúsund manns í Indónesíu í desember árið 2004. Yfirvöld í Indónesíu og Bandaríkjunum gáfu út fljóðbylgjuviðvörun vegna skjálftans í morgun, en drógu hana seinna til baka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×