Erlent

Herflugvél hrapar

Vél af gerðinni OV-10 Bronco.
Vél af gerðinni OV-10 Bronco. MYND/Netið

Einn maður lét lífið þegar indónesísk herflugvél hrapaði á eyjunni Java í morgun aðeins mínútum eftir að hún hafði farið á loft. Vélin sem er orrustuvél af gerðinni OV-10 Bronco fór niður skammt frá flugvellinum í borginni Malanga á austurhluta Jövu.

Vitni sögðu vélina hafa sprungið í loft upp áður en hún féll til jarðar en talsmenn indónesíska hersins hafa hingað til ekki viljað staðfesta það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×