Erlent

Sprengin veldur ótta í New York

Grand Central lestarstöðin í New York. Mikil öryggisgæsla hefur verið á stöðinni frá því hryðjuverkaárásirnar voru gerðar í Bretlandi.
Grand Central lestarstöðin í New York. Mikil öryggisgæsla hefur verið á stöðinni frá því hryðjuverkaárásirnar voru gerðar í Bretlandi. MYND/AFP

Mikill ótti greip um sig meðal íbúa New York borgar þegar rafmagnsspennir sprakk í loft upp á Manhattaneyju í kvöld. Í fyrstu var óttast að um hryðjuverkaárás væri að ræða en seinna kom í ljós að spennirinn sprakk eftir að gufuleiðsla í námunda við hann rofnaði.

Sprengingin átti sér stað á háannatíma í miðborg Manhattaneyju skammt frá Grand Central lestarstöðinni. Mikill reykur myndaðist og greip fljótt um sig mikilll ótti meðal vegfarenda. Flytja þurfti allt að 20 manns á spítala vegna meiðsla.

Í fyrstu var óttast að um hryðjuverkaárás væri að ræða enda kom mikill hvellur þegar spennirinn sprakk í loft upp. Við nánari rannsókn kom í ljós að gufuleiðsla í námunda við spennirinn hafði rofnað með fyrrgreindum afleiðingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×