Tvö hundruð manns farast í flugslysi í Brasilíu 18. júlí 2007 18:49 Björgunarsveitir leituðu í dag í rústum farþegaflugvélar sem hlekktist á við lendingu í Sao Paulo í gærkvöldi. Allt að tvö hundruð manns fórust í slysinu. Flugvélin, sem var af gerðinni Airbus 320, hlekktist á í lendingu á flugvellinum í Sao Paulo, rann fram af enda brautarinnar, yfir hraðbraut þar fyrir neðan og beint á bensínstöð og byggingu í eigu flugfélagsins. Eldtungur gleyptu vélina nær samstundis. Talið er að enginn farþegi hafi lifað slysið af þar sem hitastig í eldhafinu fór yfir eitt þúsund gráður. Sjónarvottur sögðu að svo virtist sem flugstjóri vélarinnar hafi reynt að taka á loft að nýju eftir að vélin náði ekki að hemla vegna bleytu. Flugmenn hafa gagnrýnt flugvallaryfirvöld í Sao Paulo þar sem þeir vilja meina að brautin, sem vélin rann útaf í gærkvöldi, sé einfaldlega of stutt, sérstaklega þegar rignir þar sem þá þurfa stærri flugvélar lengri hemlunarvegalengd. Tvær flugvélar runnu til að mynda af brautinni í rigningu daginn áður en engin slys urðu á fólki í þeim atvikum. Fyrr á árinu bönnuðu yfirvöld í stuttan tíma stórum farþegavélum að fara í loftið og lenda á brautinni sem um ræðir en flugvöllurinn í Sao Paulo er sá fjölfarnasti í Brasilíu. Áfrýjunardómstóll sneri ákvörðuninni síðan við þar sem efnahagslegar afleiðingar hennar voru taldar of veigamiklar. Þá þótti ekki sýnt að áhættan væri nógu mikil til þess að banna umferð stóru vélanna. Luiz Inacio Lula da Silva, forseti Brasilíu, lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg og hefur þegar fyrirskipað rannsókn á slysinu. Líklegt þykir að slysið verði til þess að aukin þrýstingur verði á da Silva að gera eitthvað í flugmálum í landinu en þau hafa verið í miklum ólestri. Gagnrýnendur hans hafa sakað hann um hægagang í þeim málaflokki. Talsmaður forsetans sagði að flugvellinum yrði jafnvel lokað. Dagblöð í Brasilíu hafa farið mikinn í umfjöllun sinni um slysið. Á síðasta ári varð flugslys þar sem 154 létu lífið. Margir kenndu flugumferðarstjórum um slysið og í framhaldi af því fóru þeir í verkfall. Þeir kröfðust betri vinnutíma og betri launa fyrir vinnu sína. Verkföllin komu harkalega niður á flugi í Brasilíu og röskuðu því verulega. Þá er í gangi rannsókn á því hvort að yfirmenn flugvalla í Brasilíu hafi þegið mútur frá verktökum sem þá byggðu. Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Sjá meira
Björgunarsveitir leituðu í dag í rústum farþegaflugvélar sem hlekktist á við lendingu í Sao Paulo í gærkvöldi. Allt að tvö hundruð manns fórust í slysinu. Flugvélin, sem var af gerðinni Airbus 320, hlekktist á í lendingu á flugvellinum í Sao Paulo, rann fram af enda brautarinnar, yfir hraðbraut þar fyrir neðan og beint á bensínstöð og byggingu í eigu flugfélagsins. Eldtungur gleyptu vélina nær samstundis. Talið er að enginn farþegi hafi lifað slysið af þar sem hitastig í eldhafinu fór yfir eitt þúsund gráður. Sjónarvottur sögðu að svo virtist sem flugstjóri vélarinnar hafi reynt að taka á loft að nýju eftir að vélin náði ekki að hemla vegna bleytu. Flugmenn hafa gagnrýnt flugvallaryfirvöld í Sao Paulo þar sem þeir vilja meina að brautin, sem vélin rann útaf í gærkvöldi, sé einfaldlega of stutt, sérstaklega þegar rignir þar sem þá þurfa stærri flugvélar lengri hemlunarvegalengd. Tvær flugvélar runnu til að mynda af brautinni í rigningu daginn áður en engin slys urðu á fólki í þeim atvikum. Fyrr á árinu bönnuðu yfirvöld í stuttan tíma stórum farþegavélum að fara í loftið og lenda á brautinni sem um ræðir en flugvöllurinn í Sao Paulo er sá fjölfarnasti í Brasilíu. Áfrýjunardómstóll sneri ákvörðuninni síðan við þar sem efnahagslegar afleiðingar hennar voru taldar of veigamiklar. Þá þótti ekki sýnt að áhættan væri nógu mikil til þess að banna umferð stóru vélanna. Luiz Inacio Lula da Silva, forseti Brasilíu, lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg og hefur þegar fyrirskipað rannsókn á slysinu. Líklegt þykir að slysið verði til þess að aukin þrýstingur verði á da Silva að gera eitthvað í flugmálum í landinu en þau hafa verið í miklum ólestri. Gagnrýnendur hans hafa sakað hann um hægagang í þeim málaflokki. Talsmaður forsetans sagði að flugvellinum yrði jafnvel lokað. Dagblöð í Brasilíu hafa farið mikinn í umfjöllun sinni um slysið. Á síðasta ári varð flugslys þar sem 154 létu lífið. Margir kenndu flugumferðarstjórum um slysið og í framhaldi af því fóru þeir í verkfall. Þeir kröfðust betri vinnutíma og betri launa fyrir vinnu sína. Verkföllin komu harkalega niður á flugi í Brasilíu og röskuðu því verulega. Þá er í gangi rannsókn á því hvort að yfirmenn flugvalla í Brasilíu hafi þegið mútur frá verktökum sem þá byggðu.
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Sjá meira