Erlent

Flugvél með 170 manns alelda eftir að hafa keyrt á bensínstöð

Alls létu 154 lífið þegar tvær flugvélar rákust saman yfir regnskógum Brasilíu í fyrra.
Alls létu 154 lífið þegar tvær flugvélar rákust saman yfir regnskógum Brasilíu í fyrra. MYND/AFP

Flugvél með 170 manns innanborðs hlekktist á í flugtaki frá flugvellinum í Sao Paulo í Brasilíu í kvöld með þeim afleiðingum að hún keyrði beint á bensínstöð. Vélin varð strax alelda en ekki er vitað hvort einhver hafi látið lífið eða hversu margir slösuðust. Björgunaraðgerðir standa nú yfir.

Vélin, sem er af gerðinni Airbus 320, var í miðju flugtaki þegar hún skyndilega keyrði út af flugbrautinni yfir fjölfarna götu og beint á bensínstöð. Vélin var á leið frá Sao Paulo til borgarinnar Porto Alegre í suðurhluta Brasilíu.

Björgunaraðgerðir standa nú yfir og ekki er vitað hvort einhver hafi látið lífið í slysinu eða hversu margir slösuðust. Mikil sprenging varð þegar vélin keyrði á bensínstöðina og varð hún strax alelda.

Í fyrra létust 154 manns flugslysi í Brasilíu þegar tvær flugvélar rákust saman yfir regnskógum Amazon-svæðisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×