Erlent

Tyrkneskur þingframbjóðandi myrtur

Tyrkneskur frambjóðandi sjálfstæðisflokkssins var skotinn til bana í Istanbul í gærkvöldi. Alþingiskosningar fara fram á sunnudag í landinu. Frambjóðandinn Tuncay Seyranlioglu var í bíl á leið úr sjónvarpsviðtali þegar skotárás var gerð á hraðbraut í borginni. Þrír farþegar í bílnum voru fluttir slasaðir á sjúkrahús.

Átök hafa átt sér stað á svæði Kúrda við landamæri Íraks og Sýrlands. Tveir lögreglumenn voru drepnir í átökum við kúrda í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×