Erlent

Fundur Ingibjargar og Peres vakti athygli

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hitti Shimon Peres forseta Ísrael á fundi í Jerúsalem í morgun. Ingibjörg er fyrsti erlendi ráðamaðurinn sem Peres hittir í embætti forseta, en hann tók við því á sunnudag. Fundurinn vakti mikla athygli fjölmiðla í Ísrael og er fjallað sérstaklega um Ísland af því tilefni.

Nú rétt fyrir hádegi fundaði ráðherrann með Tzipi Livni utanríkisráðherra Ísraels og mun hitta fleiri ráðamenn síðdegis. Á morgun er för Ingibjargar heitið að landamærunum við Gaza og á fimmtudaginn hittir hún meðal annars Mahmoud Abbas forseta Palestínu í Ramallah.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×