Ný bók um Baug: Framgangur Baugs vandræðamál fyrir Ísland 16. júlí 2007 16:58 Bókin kemur út í lok október. Mynd tekin af Amazon í Bretlandi. Íslensk stjórnvöld töldu framgang Baugs á alþjóðavettvangi vandræðamál fyrir Ísland. Þetta segja höfundar bókar um Jón Ásgeir Jóhannesson og Baug, sem kemur út í Bretlandi í haust. Í bókinni, sem heitir, Sex, Lies and Supermarkets, er fjallað um Jón Ásgeir Jóhannesson og Baug. Höfundarnir, Jonathan Edwards og Ian Griffiths, segja að fjárhagsleg velgengni Baugs hafi orðið tilefni þess að íslensk yfirvöld hófu aðgerðir gegn fyrirtækinu. Undirtitill bókarinnar er The secret life of Jon Asgeir Johannesson, the multi- millionaire who´s buying Britain -- eða Leyndardómsfult líf Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, margmilljónerans sem er að kaupa Bretland. Bókin er komin í forsölu á breskum vef Amazon bókaverslunarinnar á Netinu. Útgáfudagur er sagður 31. október 2007. Bókin virðist skrifuð í æsifréttastíl. Í umsögn um hana á vefsíðu Amazon er bókin sögð greina frá upphafsárum og vexti Baugs á Bretlandsmarkaði. Málaferlum gegn fyrirtækinu er lýst og höfundar rekja galla sem þeir telja að hafi verið á lögreglurannsókninni og hvernig málinu hafi lyktað með því að forsvarsmenn hafi verið hreinsaðir af kærumálum. Þá er fjallað um meint tengsl málsins við íslenska stjórnmálamenn. Í bókinni er sagt að Jón Ásgeir Jóhannesson, sé að kaupa upp Bretland. Honum sé líst sem margmilljónamæring sem veki oft furðu og hneykslun. Hann þyki vera mikill glaumgosi og hafi sætt ásökunum um svik. Smásölufyrirtæki hans, Baugur, sé orðið frægt í Bretlandi fyrir að yfirtaka þekktar verslanakeðjur eins og Oasis, Iceland og Hamleys. Samkvæmt upplýsingum frá Baugi er bókin ekki gerð í samvinnu við Jón Ásgeir. Hann viti lítið um bókina annað en að verið sé að skrifa hana. Ekki náðist í höfunda bókarinnar eða útgefanda þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Íslensk stjórnvöld töldu framgang Baugs á alþjóðavettvangi vandræðamál fyrir Ísland. Þetta segja höfundar bókar um Jón Ásgeir Jóhannesson og Baug, sem kemur út í Bretlandi í haust. Í bókinni, sem heitir, Sex, Lies and Supermarkets, er fjallað um Jón Ásgeir Jóhannesson og Baug. Höfundarnir, Jonathan Edwards og Ian Griffiths, segja að fjárhagsleg velgengni Baugs hafi orðið tilefni þess að íslensk yfirvöld hófu aðgerðir gegn fyrirtækinu. Undirtitill bókarinnar er The secret life of Jon Asgeir Johannesson, the multi- millionaire who´s buying Britain -- eða Leyndardómsfult líf Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, margmilljónerans sem er að kaupa Bretland. Bókin er komin í forsölu á breskum vef Amazon bókaverslunarinnar á Netinu. Útgáfudagur er sagður 31. október 2007. Bókin virðist skrifuð í æsifréttastíl. Í umsögn um hana á vefsíðu Amazon er bókin sögð greina frá upphafsárum og vexti Baugs á Bretlandsmarkaði. Málaferlum gegn fyrirtækinu er lýst og höfundar rekja galla sem þeir telja að hafi verið á lögreglurannsókninni og hvernig málinu hafi lyktað með því að forsvarsmenn hafi verið hreinsaðir af kærumálum. Þá er fjallað um meint tengsl málsins við íslenska stjórnmálamenn. Í bókinni er sagt að Jón Ásgeir Jóhannesson, sé að kaupa upp Bretland. Honum sé líst sem margmilljónamæring sem veki oft furðu og hneykslun. Hann þyki vera mikill glaumgosi og hafi sætt ásökunum um svik. Smásölufyrirtæki hans, Baugur, sé orðið frægt í Bretlandi fyrir að yfirtaka þekktar verslanakeðjur eins og Oasis, Iceland og Hamleys. Samkvæmt upplýsingum frá Baugi er bókin ekki gerð í samvinnu við Jón Ásgeir. Hann viti lítið um bókina annað en að verið sé að skrifa hana. Ekki náðist í höfunda bókarinnar eða útgefanda þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira