Erlent

Óvenjulegt símtal til Neyðarlínunnar í Kanada

Nokkrum kanadískum ungmennum brá heldur betur í brún þegar tveir fílar gerðu sig heimakomna í garðinum við hús þeirra síðastliðinn fimmtudag. Fílarnir Bunny og Suzy búa í sirkus skammt frá heimili ungmennanna í Newmarket í Ontario í Kanada.

Talið er að rafmagn hafi farið af girðingu á búri fílanna og þeir því komist út fyrir sirkusinn þaðan sem þeir héldu í skoðunarferð um hverfið. Ungmennin gerðu fyrst heiðarlega tilraun til að reyna að leiða fílana aftur heim en þegar það gekk ekki þá höfðu þau samband við lögregluna. Það hefur eflaust hvarflað að henni að um grín væri að ræða þegar símtalið barst.

Eftir að lögreglan kom á staðinn náði hún náði í umsjónarmann fílanna sem kom á staðinn og fylgdi þeim Bunny og Suzy aftur heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×