Erlent

Conrad Black sekur

Kviðdómur sakfelldi fyrrum fjölmiðlajöfurinn Conrad Black fyrir fjársvik og hindrun á framgangi réttvísinnar í dag. Kviðdómurinn hafði setið í ellefu daga þegar hann loks komst að niðurstöðu.

Black var ákærður fyrir 13 brot og var fundinn sekur í fjórum þeirra. Á meðal ásakana var að hann hefði stolið nærri þremur komma sex milljörðum íslenskra króna frá hlutafjárhöfum Hollinger, sem var fjölmiðlaveldi Blacks, til þess að fjármagna einkaneyslu sína. Þrír samstarfsmenn hans voru einnig ákærðir og fundnir sekir. Black gæti þurft að dúsa í fangelsi í áratugi og verið dæmdur til þess að borga milljónir í sektir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×