Enski boltinn

Tevez spenntur fyrir að vinna með Ferguson

NordicPhotos/GettyImages

Argentínumaðurinn Carlos Tevez segist mjög spenntur fyrir þeim möguleika að vinna með Sir Alex Ferguson og Cristiano Ronaldo hjá Manchester United, en félagið er nú að leggja lokahönd á að ganga í raðir þeirra rauðu. Málið er þó gríðarlega flókið og hefur enska úrvalsdeildin skorist í leikinn.

Mál Tevez er fjarri því að vera komið á hreint, því enska úrvalsdeildin vill ekki sjá að United semji beint við umboðsmann og "eiganda" Tevez, Kia Joorabchian. Deildin vill meina að leikmaðurinn eigi að vera í eigu West Ham og því sé óeðlilegt að umboðsmaður hans skerist á nokkurn hátt í leikinn. Forráðamenn West Ham þræta einnig fyrir að það sé í viðræðum við Manchester United.

Tevez sjálfur er hinsvegar ekki mikið að hugsa um þetta og segist spenntur að spila fyrir Sir Alex Ferguson. "Ég þekki Ferguson aðeins af afspurn en ég trúi því að hann sé frábær stjóri og að ég verði honum góður lærlingur ef af þessu verður. Cristiano Ronaldo er líka einn besti leikmaður í heiminum og ég hef talað við hann. Hann er stjarna bæði innan og utan vallar og ég dáist að því," sagði Tevez sem er nú að spila með landsliði Argentínu í Copa America keppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×