Erlent

Eldar á Frönsku Riveriunni slökktir

Hundruðir íbúa og ferðamanna fengu að snúa aftur að heimilum sínum og tjaldstæðum á Frönsku Riveríunni í dag en þeim var gert að flytja sig frá aðsetrum sínum eftir að skógareldar blossuðu upp í gær.

Sex manns, þar á meðal einn slökkviliðsmaður, slösuðust í eldunum sem breiddu sig út á þremur stöðum í gær. Meira en þúsund slökkviliðsmenn og lögreglumenn börðust við eldinn.

Um 1800 ferðamenn neyddust til að yfirgefa sex tjaldstæði við strönd Roquebrune-sur-Argens og þurftu sumir þeirra að gista í opinberu samkomuhúsi síðustu nótt. Einnig þurftu um 900 íbúar í Mandelieu-la-Napoule og Theoule-sur-mer að dvelja fjarri heimilum sínum í nótt.

Slökkviliðsmönnum tókst að ná tökum á eldunum í morgun eftir að veðrið lægði, en nokkurt hvassviðri var á þessum slóðum í gær. Allt að 2000 hektarar af skóglendi og nokkur hús urðu eldunum að bráð.

Stórri hraðbraut var lokað vegna eldanna og tafði það umferð þangað til í morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×