Erlent

Á þriðja tug létust í sprengingu í Kína

Eins og sjá má á myndinni er lítið eftir af næturklúbbnum.
Eins og sjá má á myndinni er lítið eftir af næturklúbbnum. MYND/AFP

25 manns biðu bana í sprengingu í næturklúbbi í norðausturhluta Kína í gær. Auk þeirra látnu slösuðust 33 að því er kínverskir fjölmiðlar greina frá. Yfirvöld á svæðinu hafa ekkert viljað gefa uppi um mögulegar ástæður sprengingunnar né hve illa haldnir hinir slösuðu séu. Heimildarmenn Reuters á staðnum segja að verið sé að rannsaka hvort sprengingin hafi verið óhapp eða af ásetningi.

Á meðal þeirra látnu voru menntaskólanemar sem voru að fagna próflokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×