Erlent

Neðanjarðarlest fór út af sporinu í London

Ekkert bendir til að um hryðjuverk sé að ræða.
Ekkert bendir til að um hryðjuverk sé að ræða. MYND/AP

Neðanjarðarlest fór út af sporinu í London fyrr í morgun. Óhappið átti sér stað á milli Bethnal Green og Mile End stöðvanna. Óstaðfestar fregnir herma að hundruðir manna hafi verið í lestinni en lögregla segir að ekkert bendi til þess að um hryðjuverk geti verið að ræða. Einn er talinn hafa slasast í óhappinu.

Mikið lið björgunarfólks kom á vettvang, ekki síst í ljósi atburða síðustu daga í borginni þegar bílsprengjuárásir voru skipulagðar í miðborginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×