Íslenski boltinn

Kristján Guðmundsson: Þetta var Bjarna til skammar

Kristján Guðmundsson vandaði Bjarna Guðjónssyni ekki kveðjurnar
Kristján Guðmundsson vandaði Bjarna Guðjónssyni ekki kveðjurnar Mynd/Eiríkur

Kristján Guðmundsson þjálfari Keflvíkinga var mjög óhress með framgang Bjarna Guðjónssonar í kvöld þegar hann skoraði annað mark Skagamanna í leik liðanna í kvöld. Hann sakar Bjarna um ódrengilega framkomu og nokkrir leikmanna Keflavíkur eltu hann æfir til búningsherbergja eftir að flautað var af í kvöld.

"Við spörkum boltanum útaf af því leikmaður okkar þurfti aðhlynningu og ég sé að Bjarni biður um boltann þegar honum er kastað inn á völlinn í stað þess að honum sé bara kastað á línuna eins og venja er. Ég vil reyndar sjá þetta atvik aftur á myndbandi en það er greinilegt að Bjarni lítur upp og sér hvar markvörðurinn var staðsettur áður en hann sparkar boltanum.

Það er alveg pottþétt að hann gerir þetta viljandi - hann þekkir aðstæður hérna og sér hvernig sólin var á lofti. Þetta er bara Bjarna Guðjónssyni til skammar enn eina ferðina og Skagamönnum líka til háborinnar skammar," sagði Kristján í samtali við Þorstein Gunnarsson á Sýn í kvöld.

Bjarni Guðjónsson tók til fótanna og hljóp til búiningsherbergja um leið og leikurinn var flautaður af í kvöld og nokkrir leikmanna Keflavíkur eltu hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×